Innlent

Spellvirki á hraðahindrunum upplýst

Þrír menn hafa játað að hafa rifið upp hraðahindrun af götu í þorlákshöfn fyrir rúmum hálfum mánuði. Þeir frömdu verknaðinn að næturlagi og beittu kúbeinum til að rífa hana upp, en hún var boltuð ofan í götuna.

Í gær hafði lögreglan í Árnessýslu einnig uppi á manninum, sem vann spellvirki á hraðahindrun í formi þrengingar, á annarri götu í Þorlákshöfn um síðustu helgi. Hann var einnig að í skjóli myrkurs.

Allt eru þetta heimamenn líkt og í Borgarnesi í fyrra, þegar hraðahindrun var ítrekað rifin upp þar í bæ. Sveitarfélagið ætlar að krefja skemmdarvargana í Þorlákshöfn um bætur fyrir eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×