Ísraelsmenn ráðgera kjarnavopnaárás gegn Íran 7. janúar 2007 01:53 F-16I orrustuvél Ísraelshers á flugi Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira