Erlent

Örstutt netsamband í Mjanmar í dag

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Mynd af japanska ljósmyndaranum sem skotinn var til bana af öryggissveitum herstjórnarinnar.
Mynd af japanska ljósmyndaranum sem skotinn var til bana af öryggissveitum herstjórnarinnar. MYND/AFP

Internetsamband var sett aftur á í skamma stund í Mjanmar í dag. Netið hefur legið niðri síðan snemma í gær og er talið að herstjórnin hafi lokað fyrir aðgang almennings af ótta við að myndir af ofbeldi gegn mótmælendum næðu augum umheimsins. Í tvo klukkutíma í dag gátu tölvunotendur skoðað innlendar vefsíður og sent tölvupóst áður en lokað var fyrir sambandið aftur.

Myndir og myndbrot almennings hafa gengt lykilhlutverki í að koma skilaboðum til alheimsins um ómannúðlegar aðgerðir gegn almenningi sem hefur mátt þola herstjórnina í 45 ár.

Hundruð manna halda mótmælum áfram í Rangoon í dag þrátt fyrir tilraunir herstjórnarinnar að brjóta mótmælin á bak aftur. Ríkisfjölmiðlar segja tíu manns hafa látist á óeirðunum síðustu daga, en þjóðarleiðtogar heimsins, þar á meðal Gordon Brown forsætisráðherra Breta, segja töluna líklega mun hærri.


Tengdar fréttir

Þögult á götum Mjanmar

Þögult var á götum Mjanmar í morgun. Þar hefur komið til blóðugra átaka síðustu daga vegna mótmæla gegn herforingjastjórn landsins. Her- og lögreglumenn hafa tekið hart á mótmælendum síðustu þrjá daga. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa fallið í átökunum.

Sendifulltrúi SÞ í Mjanmar

Sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna er kominn til Mjanmar til að ræða við herforingjastjórnina þar um ástandið í landinu. Mótmæli gegn herforingjunum héldu þar áfram í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×