Erlent

Sprengja fellir 27 hermenn í Kabúl

Björgunarmenn vinna við að ná slösuðum og látnum úr brakinu.
Björgunarmenn vinna við að ná slösuðum og látnum úr brakinu. MYND/AFP

Tuttugu og sjö afghanskir hermenn létust og 21 slasaðist þegar kröftug sjálfsmorðssprengja sprakk í strætisvagni í Kabúl höfuðborg Afghanistan í dag. Strætisvagninn fór í tvennt við sprenginguna og vitni lýstu því hvernig lík dreyfðust í kringum brakið. Talebanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er næst mannskæðasta árás í landinu síðan 2001.

Hamid Karzai forseti Afghanistan sagðist óska að hann gæti spurt leiðtoga uppreisnarmanna af hverju þeir væru að tortíma landinu. Í júní var lögreglurúta sprengd í Kabúl og þá létust 35 lögreglumenn, en það var mannskæðasta árás í borginni frá því að talibanar voru hraktir frá völdum.

Zahir Azimi herforingi og talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að maður í einkennisklæðum hefði sprengt sprengju sem hann bar innanklæða þegar hann steig um borð í vagninn. Í 10 til 15 sekúndur hafi áhrifin verið eins og af kjarnorkusprengju.

Meira en þrjú þúsund manna hafa verið drepnir í Afghanistan á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×