Þetta hefur vakið vonir um að eitthvað verði gert til þess að hressa upp á efnahag landsins, þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur 14 bandaríkjadali í laun á mánuði. Kona sem Reuters fréttastofan talaði við í Havana sagði að fólkið væri vonbetra. Ræðan sýndi að Raul væri traustur í sessi og að breytingar væru í vændum.
Eiginmaður hennar var ekki eins bjartsýnn. Hann sagði að hann hefði heyrt sama sönginn í mörg ár. Laun hans dygðu aðeins fyrir grænmeti, þau hefðu ekki efni á að kaupa kjöt. Þegar hér var komið sögu sagði eiginkonum honum að þegja, hann gæti verið handtekinn.