Innlent

Fjórir fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur

Fjórir voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir harðan árekstur tveggja bifreiðar á Hringbraut við Birkimel. Fjölmörg vitni gáfu sig fram og bar öllum saman um að annarri bifreiðinni hafi verið ekið á miklum hraða.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu átti áreksturinn sér stað um klukkan 10.20 í gærkvöldi. Alls voru fjórir í bílunum tveim og voru allir fluttir á slysadeild með háls og höfuðáverka. Báðir bílarnir voru í óökuhæfu ástandi eftir áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×