Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Sighvatur Jónsson skrifar 27. júlí 2007 19:27 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira