Fetar Zidane í fótspor Beckham? 9. febrúar 2007 15:15 Það fór vel á með þeim Zinedine Zidane og Spike Lee í Madison Square Garden í New York í vikunni. MYND/Getty Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar - og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. Zidane skemmti sér konunglega á leik með New York Knicks á miðvikudaginn þar sem hann sat í næsta nágrenni við kvikmyndaleikstjórann Spike Lee. Zidane er í borginni með eiginkonu sinni og segir sá franski að ferðin hafi verið hugsuð sem frí. Svo hefur hins vegar ekki verið og hafa fjölmiðlar fylgt Zidane hvert fótmál. Will Kuhns, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar, vildi engu svara þegar hann var spurður út í mögulega komu Zidane í bandaríska boltann. "Við ræðum ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir deildinni." Forráðamenn deildarinnar eru sagðir mjög áhugasamir að fá Zidane til liðs við sig og telja að hann geti haft sömu áhrif og David Beckham hefur þegar haft, með því að skrifa undir samning við LA Galaxy fyrir skemmstu. Athygli bandarísku deildarinnar hefur aldrei verið meiri og sjá skipuleggjendur hennar sér gott til glóðarinnar fari svo að Zidane komi líka. Jeff Agoos, framkvæmdastjóri Red Bulls, segist ekkert hafa rætt við Zidane. "Og við höfum engin áform um að ræða við hann. Ég myndi hins vegar hafa gaman að því að kíkja út á lífið með honum og skipast á sögum úr boltanum," gantaðist Agoos. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar - og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. Zidane skemmti sér konunglega á leik með New York Knicks á miðvikudaginn þar sem hann sat í næsta nágrenni við kvikmyndaleikstjórann Spike Lee. Zidane er í borginni með eiginkonu sinni og segir sá franski að ferðin hafi verið hugsuð sem frí. Svo hefur hins vegar ekki verið og hafa fjölmiðlar fylgt Zidane hvert fótmál. Will Kuhns, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar, vildi engu svara þegar hann var spurður út í mögulega komu Zidane í bandaríska boltann. "Við ræðum ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir deildinni." Forráðamenn deildarinnar eru sagðir mjög áhugasamir að fá Zidane til liðs við sig og telja að hann geti haft sömu áhrif og David Beckham hefur þegar haft, með því að skrifa undir samning við LA Galaxy fyrir skemmstu. Athygli bandarísku deildarinnar hefur aldrei verið meiri og sjá skipuleggjendur hennar sér gott til glóðarinnar fari svo að Zidane komi líka. Jeff Agoos, framkvæmdastjóri Red Bulls, segist ekkert hafa rætt við Zidane. "Og við höfum engin áform um að ræða við hann. Ég myndi hins vegar hafa gaman að því að kíkja út á lífið með honum og skipast á sögum úr boltanum," gantaðist Agoos.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira