Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt 29. apríl 2007 19:29 Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira