Orkuveita Reykjavíkur verði hlutafélag Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2007 18:30 Orkuveitu Reykjavíkur verður breytt í hlutafélag, nái tillögur meirihlutans í borgarstjórn fram að ganga. Afgreiðslu málsins var frestað á stjórnarfundi orkuveitunnar í dag að ósk minnihlutans, en aðalmenn hans gátu ekki setið fundinn. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar sem á 93,5 prósent, Akraneskaupstaðar sem á 5,5 prósent og Borgarbyggðar sem á eitt prósent í fyrirtækinu. Á stjórnarfundi í dag lögðu stjórnarfulltrúar meirihlutans fram tillögu um að Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi í eigu sveitarfélaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að hlutafélagaformið henti mun betur til þessa rekstrar og minnir á að Reykjavíkurlistinn hafi verið langt kominn með að gera Orkuveituna að hlutafélagi fyrir kosningar. Dagur B. Eggertsson fulltrúi Samfylkingarinnar og Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar gagnrýna að þessi tillaga sé lögð fram án nokkurrar umræðu í borgarstjórn. Þau óskuðu eftir því að stjórnarfundi yrði frestað, ekki hvað síst vegna þess að þau voru stödd á Ísafirði á fundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en stjórnarformaður Orkuveitunnar hafnaði þeirri ósk. Á stjórnarfudinum var hins vegar ákveðið að fresta formlegri afgreiðslu tillögunnar fram yfir helgi. Dagur segir að Orkuveitan eigi fyrst og fremst að tryggja borgarbúum ódýra orku og stuðla þannig að samkeppnishæfni annarra fyrirtækja. Svandís segir að ekki hafi verið kosið um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar í síðustu kosningum og þessi málatilbúnaður sýni lítinn skilning á lýðræðinu hjá borgarstjóra og hans fylgisfólki. Í sameiginlegri yfirlýsingu Dags og Svandísar segir að erfitt sé að skilja þessa atburðarrás öðru vísi en sem upptakt að einkavæðingarferli Orkuveitunnar. Borgarstjóri minnir hins vegar á að mörg önnur orkufyrirtæki séu rekin á hlutafélagsforminu. Borgarstjóri segir hins vegar eðlilegt að Orkuveitan sé rekin á sama rekstrarformi og önnur orkufyrirtæki. Það standi ekki til að einkavæða Orkuveituna og verði ekki gert á meðan hann sé borgarstjóri. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Orkuveitu Reykjavíkur verður breytt í hlutafélag, nái tillögur meirihlutans í borgarstjórn fram að ganga. Afgreiðslu málsins var frestað á stjórnarfundi orkuveitunnar í dag að ósk minnihlutans, en aðalmenn hans gátu ekki setið fundinn. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar sem á 93,5 prósent, Akraneskaupstaðar sem á 5,5 prósent og Borgarbyggðar sem á eitt prósent í fyrirtækinu. Á stjórnarfundi í dag lögðu stjórnarfulltrúar meirihlutans fram tillögu um að Orkuveitan verði gerð að hlutafélagi í eigu sveitarfélaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að hlutafélagaformið henti mun betur til þessa rekstrar og minnir á að Reykjavíkurlistinn hafi verið langt kominn með að gera Orkuveituna að hlutafélagi fyrir kosningar. Dagur B. Eggertsson fulltrúi Samfylkingarinnar og Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar gagnrýna að þessi tillaga sé lögð fram án nokkurrar umræðu í borgarstjórn. Þau óskuðu eftir því að stjórnarfundi yrði frestað, ekki hvað síst vegna þess að þau voru stödd á Ísafirði á fundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en stjórnarformaður Orkuveitunnar hafnaði þeirri ósk. Á stjórnarfudinum var hins vegar ákveðið að fresta formlegri afgreiðslu tillögunnar fram yfir helgi. Dagur segir að Orkuveitan eigi fyrst og fremst að tryggja borgarbúum ódýra orku og stuðla þannig að samkeppnishæfni annarra fyrirtækja. Svandís segir að ekki hafi verið kosið um hlutafélagavæðingu Orkuveitunnar í síðustu kosningum og þessi málatilbúnaður sýni lítinn skilning á lýðræðinu hjá borgarstjóra og hans fylgisfólki. Í sameiginlegri yfirlýsingu Dags og Svandísar segir að erfitt sé að skilja þessa atburðarrás öðru vísi en sem upptakt að einkavæðingarferli Orkuveitunnar. Borgarstjóri minnir hins vegar á að mörg önnur orkufyrirtæki séu rekin á hlutafélagsforminu. Borgarstjóri segir hins vegar eðlilegt að Orkuveitan sé rekin á sama rekstrarformi og önnur orkufyrirtæki. Það standi ekki til að einkavæða Orkuveituna og verði ekki gert á meðan hann sé borgarstjóri.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira