Tveir sprengjusérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar og einn bráðatæknir halda í dag til Líbanons þar sem þeir munu dvelja næstu þrjá mánuði við sprengjueyðingu í námunda við borgina Týrus.
Íslenska friðargæslan skipuleggur förina en teymið mun vinna með sænsku liði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Fokker-flugvél gæslunnar flytur fólkið og búnað þess til Líbanons.

