Hæstánægður með áframhaldandi fiskvinnslu á Flateyri 7. júní 2007 12:04 Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti. Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti.
Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira