Innlent

Vilja banna fjáraustur 90 dögum fyrir kosningar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar

Vinstri grænir boða frumvarp á komandi þingi sem bannar fjáraustur ráðherra og ríkisstjórnar síðustu níutíu dagana fyrir kosningar. Formaður flokksins segir ríkisstjórnina hafa gengið að göflunum undanfarnar vikur. Vinstri grænir vilja snúa við blaðinu í íslenskum stjórnmálum og kynntu tillögur sínar um græna framtíð, samfélag fyrir alla, kvenfrelsi og lýðræði í dag.

Frambjóðendur VG sögðu fjórar mjög góðar ástæður til að snúa við blaðinu og skipta um ríkisstjórn og minntu á stuðninginn við Íraksstríðið, stóriðjustefnuna, undirbúning að einkavæðingu Landsvirkjunar, lög um eignarétt á vatni, fyrirætlanir um ný álver og virkjanir og aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Þá vöktu þeir athugli á að kynbundinn launamunur hefði ekki minnkað í tíð ríkisstjórnarinnar og konur væru í minnihluta á þingi og í ríkisstjórn.

Þegar hefur verið undirbúið fyrsta þingmálið sem þingflokkur vinstri grænna mun leggja til við upphaf nýs þings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×