Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnti dag frumvarp um breytingar á lögum um fjárreiður ríkisins sem ætlunin er að leggja fram þegar þing kemur aftur saman.
Það kveður á um að ráðherrum verði óheimilt að gera samninga eða binda með einum eða öðrum hætti ríkissjóð þannig að að í því felist skuldbinding, vilyrði eða fyrirheit um ný útgjöld síðustu 90 dagana fyrir kosningar eins og segir í frumvarpinu.
Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að efni þess skýri sig sjálft. Tilefni þess sé öllum ljóst sem fylgst hafi með fréttum undanfarna daga og vikur.