Wojciech var fluttur á slysadeild þar sem hann dvaldi í nótt. Hann er illa farinn eftir yfirmann sinn en sauma þurfti nokkur spor í augabrún hans og enni. Hann sér ekkert með öðru auganum en vonast til að það lagist með tímanum.
Wojciech var fluttur á slysadeild þar sem hann dvaldi í nótt. Hann er illa farinn eftir yfirmann sinn en sauma þurfti nokkur spor í augabrún hans og enni. Hann sér ekkert með öðru auganum en vonast til að það lagist með tímanum.Vojtjek vann hjá verktakafyrirtækinu Laufelli. Í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar er grein eftir blaðamanninn Fian Paul en hann réði sig í vinnu hjá fyrirtækinu og kemur fram í greininni að eigandi fyrirtækisins sé kallaður ,,the criminal" eða glæpamaðurinn. Fyrirtækið hefur meðal annars verið með menn í vinnu við Hellisheiðavirkjun.
Eigandinn hefur áður gerst sekur um refsivert athæfi á Íslandi.Hann var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til greiðslu sektar fyrir kynferðislega misnotkun. Hann er nú í haldi lögreglu og líklega verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vojtjek gaf skýrslu til lögreglu í dag og hefur lagt fram kæru og er málið til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar.