Um ein og hálf milljón farþega fer um Heathrow í viku hverri og það eru því ansi margir sem geta orðið fyrir töfum. Breska flugvallastjórnin er ekki sérlega hrifin af tiltækinu. Mark Bullock, framkvæmdastjóri Heathrow segir að stór hluti farþeganna séu saklausar fjölskyldur sem séu að fara í sumarfrí.
Hann sagði að Breska flugvallastjórnin virði rétt manna til þess að mótmæla. Flugfarþegar eigi hinsvegar einnig sinn rétt til að ferðast óhindrað. Gemma Davis einn af talsmönnum mótmælenda viðurkenndi að farþegar myndu verða fyrir töfum, þótt það væri ekki ætlan þeirra.
Loftslagsbreytingarnar væru hinsvegar slíkt stórmál að það yrði að mótmæla. Framtíð mannkynsins væri í húfi.