Fótbolti

A-riðill: Aftur fékk Portúgal mark á sig í lokin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ronaldo og félagar gerðu jafntefli.
Ronaldo og félagar gerðu jafntefli.

Portúgal náði ekki að nýta sér markalaust jafntefli Finna og Pólverja. Liðið hefði getað komist í annað sæti A-riðils með sigri á heimavelli gegn Serbíu. Gestirnir jöfnuðu hinsvegar á 86. mínútu.

Portúgal komst yfir strax á elleftu mínútu en leikurinn endaði með jafntefli 1-1. Þetta er annar leikurinn í röð sem Portúgal missir unninn leik niður í jafntefli undir lokin en um helgina gerði liðið 2-2 jafntefli gegn Póllandi.

Simao kom Portúgal yfir í leiknum en Ivanovic jafnaði.

Úrslit kvöldsins í A-riðli:

Kazakstan - Belgía 2-2

Finnland - Pólland 0-0

Portúgal - Serbía 1-1

Staðan: (Leikir) - Stig

1. Pólland (11) - 21

2. Finnland (11) - 19

3. Portúgal (10) - 17

4. Serbía (10) - 16

5. Belgía (10) - 11

6. Armenía (8) - 8

7. Kazakstan (10) - 7

8. Azerbaijan (8) - 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×