Fótbolti

Chelsea og Arsenal ákærð

AFP
Aganefnd enska knattspyrnsambandsins ákærði í dag Chelsea og Arsenal fyrir ólætin í úrslitaleik enska deildarbikarsins um helgina. Emmanuel Adebayor, Kolo Toure og John Obi Mikel voru þá reknir af leikvelli og þá hefur Emmanuel Eboue verið ákærður fyrir að slá til Wayne Bridge. Adebayor hefur svo verið ákærður sérstaklega fyrir glórulausa hegðun sína í kjölfar átakanna þar sem hann neitaði að fara af velli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×