Innlent

Lítur út eins og þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari

„Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn Erlingsson sem eins og málin standa er á leið inn á þing sem uppbótarþingmaður í Suðvesturkjördæmi.

Samúel virtist mjög hissa þegar fréttastofa Stöðvar 2 bankaði upp á hjá honum í morgunsárið og greindi honum frá því að hann væri inni á þingi. Sagði hann þá að þetta hefði verið það sem hann hefði stefnt að og ánægjulegt væri ef það yrði að veruleika. Hann vildi hins vegar ekki fagna fyrr en allt væri klappað og klárt.

Aðspurður um hvaða mál hann myndi leggja áherslu á nefndi Samúel Örn að hann vildi færa kosningarnar aftur um mánuð eða svo, í kringum þjóðhátíðina. Honum fyndist það illa gert við ungu kynslóðina að hafa þetta á þessum tíma þegar hún væri í prófum og hefði ekki nægan tíma til að kynna sér málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×