Erlent

Húsin sukku fyrirvaralaust

Lítið hægt að gera Herinn var kallaður út og voru hús í nágrenninu rýmd.
Lítið hægt að gera Herinn var kallaður út og voru hús í nágrenninu rýmd. MYND/AP

Nokkur hús og að minnsta kosti ein vörubifreið sukku ofan í jörðina þegar stór sigskál myndaðist skyndilega í Gvatemalaborg í fyrrinótt.

Ekki var nokkur leið að bjarga fólki úr húsunum því botn holunnar var mjög óstöðugur. Hávær hljóð og stækur holræsafnykur bárust upp úr holunni og jörðin í kring titraði.

Síðar um daginn voru þúsund hús í næsta nágrenni rýmd. Herinn var kallaður út til að aðstoða fólk og hafa stjórn á rýmingunni.

Talið er að leki úr aðalholræsi og miklar rigningar nýverið hafi valdið jarðsiginu. Jarðvegurinn hafi hreinlega verið orðinn gegnsósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×