Erlent

Ísraelar láta lausa 87 palestínska fanga

Abbas og Olmert hyggjast ræða saman í vikunni.
Abbas og Olmert hyggjast ræða saman í vikunni.

Ísraelar ætla í dag að leysa úr haldi 87 Palestínumenn. Fangarnir eru allir meðlimir í Fatah hreyfingunni eða stjórnmálahreyfingum sem tengjast henni.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hyggst hitta Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna og Fatah hreyfingarinnar, síðar í vikunni til friðarviðræðna.

Abbas hefur fagnað frelsun fanganna en vill frekari aðgerðir. Ellefu þúsund Palestínumönnum er haldið í ísraelskum fangelsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×