Innlent

Engar vélbyssur á Laugarvegi um helgar

Sérsveitin meðhöndlar flókin og hættuleg vopn. En ekki við eftirlit í miðborginni.
Sérsveitin meðhöndlar flókin og hættuleg vopn. En ekki við eftirlit í miðborginni. Mynd/ Vilhelm

Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að sérsveit lögreglunnar verði ekki vopnuð í miðborginni um helgar. Eins og fram kom í fréttum fyrr í vikunni hefur verið ákveðið að sérsveitin muni sinna eftirliti í miðborg Reykjavíkur um helgar ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Jón segir að hlutverk sérsveitarinnar sé tvíþætt. Annarsvegar séu það lögreglustörf sem krefjist vopnaburðar. Hins vegar sé það að sinna stoðhlutverki við önnur lögregluembætti. Aðstoðin við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sé þáttur í þessu stoðhlutverki. Við þau störf séu ekki notuð vopn.

Jón segir að sérsveitin hafi hingað til aðstoðað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við að manna eftirlitsbíla í hverfum borgarinnar. Nú muni sérsveitin taka þátt í eftirliti í miðborginni um helgar.

Ástandið í miðborginni hefur verið til mikillar umræðu að undanförnu. Þykir mörgum sem að óöld ríki þar um helgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×