Innlent

Funda enn um málefni Hunnebeck og GT verktaka

Fulltrúar Vinnumálastofnunar, lögreglu og Arnarfells sitja nú á fundi þar sem rætt er um mál fyrirtækjanna Hunnebeck Polska og GT verktaka, sem eru undirverktakar Arnarfells við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar.

Fulltrúar Vinnumálastofnunar og lögreglu hugðust stöðva vinnu hjá fyrirtækjunum tveimur þar sem gögn og upplýsingar um starfsmenn þeirra höfðu ekki borist þrátt fyrir athugasemdir frá Vinnumálastofnun.

Fréttastofunni er kunnugt um að í gær og í morgun hafi verið unnið að því að skrá starfsmenn Hunnebeck sem löglega starfsmenn Arnarfells, og mun Arnarfell væntanlega leggja fram gögn þar um.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði ekki á hreinu hversu margir starfsmenn væru hjá fyrirtækjunum en að Vinnumálastofnun vissi af að minnsta kosti 60 starfsmönnum. Grunur léki á að þeir væru allt að hundrað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×