Innlent

Roskin hjón hætt komin í Steinholtsá

Litlu mátti muna að illa færi þegar roskin erlend hjón festu jeppa sinn í Steinholtsá á Þórsmerkurleið nú fyrir hádegið. Mikið var í ánni og varar lögregla fólk við miklum vatnavöxtum í ám á Þórsmerkurleið og sömuleiðs Fjallabaksleiðunum.

Að sögn lögreglu á Hvolsvelli festist jeppinn úti í ánni og flæddi hratt að honum. Fólk á aðvífandi farartækjum kom fólkinu til aðstoðar og var því komið blautu upp fyrir haus í rútu sem var á staðnum. Var því mjög brugðið að sögn lögreglu enda mátti litlu muna að illa færi. Þegar lögregla kom á vettvang var sást aðeins í þak bílsins og var björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli kölluð til til að ná bílnum upp.

Lögregla á Hvolsvelli kennir þekkingarleysi fólksins um slysið en það fór yfir ána á kolvitlausum stað. Lögregla segir mikið í Steinholtsá og öðrum ám á Þórsmerkurleið og sömuleiðis Fjallabaksleiðum og varar fólk við ferðum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×