Innlent

Síðasta kvöldmáltíðin tilnefnd til auglýsingaverðlauna 1999

Að nota síðustu kvöldmáltíðina í auglýsingaskyni er ekki nýtt af nálinni hérlendis. Þannig var síðasta kvöldmáltíðin notuð sem veggspjald með heimildarmynd um Grand Rokk árið 1999. Karl Hjaltested, fyrrverandi eigandi Grand Rokk, segir að veggspjaldið hafi verið tilnefnt til auglýsingaverðlauna það árið. Stefán Grétarsson hönnuður hjá Fíton hannaði veggspjaldið en Hrafn Jökulsson var í hlutverki Jesú.

„Ég óverðugur er ákaflega stoltur af þessu hlutverki mínu", segir Hrafn Jökulsson í samtali við Vísi. Á þessum tíma var skákfélagið Hrókurinn stofnað og er þess atburðar skilmerkilega getið í téðri heimildarmynd sem Þorfinnur Guðnason gerði.

Auk Hrafns má þekkja á myndinni þá Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamann, Sigurð Snæ kvikmyndagerðarmann, Frey Eyjólfsson tónlistarmann, dr. Bjarna Þórarinsson sjónháttafræðing, Karl Hjaltested, eiganda staðarins, barþjónanna Pétur Kristjánsson og Jón Brynjar Jónsson auk annarra fastagesta Grand Rokk. Þá hafa þrjár léttklæddar bardömur slæðst með í þessa „máltíð".

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×