Innlent

Átök við handtöku handrukkara

Til átaka kom þegar lögreglan handtók tvo meinta handrukkara á Háaleitisbraut í gærkvöldi, eftir að kvartað hafði verið undan hótunum þeirra. Þar sem mennirnir voru grunaðir um áfengis-og fíkniefnaneyslu og voru á bíl, voru þeir færðir til blóðtöku. Urðu þá aftur ryskingar, án þess að neinn meiddist, og höfðu mennirnir líka í hótunum við lögregluna. Þá fundust tveir stórir hnífar í bíl þeirra. Mennirnir gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×