Fótbolti

Hver fær EM 2012?

NordicPhotos/GettyImages
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, mun á morgun tilkynna hvaða land hreppir Evrópumót landsliða í knattspyrnu árið 2012. Það verður tilkynnt við hátíðlegt tækifæri í Cardiff í Wales. Þrjú lönd koma til greina sem mótshaldarar en tvö tilboðanna eru frá löndum sem bjóða saman í verkefnið. Þetta eru Króatía/Ungverjaland, Ítalía og svo Pólland/Úkraína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×