Leikmenn fylgi boðorðum Laporta 10. júlí 2007 05:00 Ætlar sér spænska meistaratitilinn og ekkert annað á næsta tímabili. Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira