Fótbolti

AZ saxaði á forskot PSV

NordicPhotos/GettyImages
AZ Alkmaar saxaði í dag á forskot PSV Eindhoven á toppi hollensku deildarinnar í knattspyrnu. AZ vann 2-0 sigur á Waalwijk þar sem Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliðinu, en PSV gerði 1-1 jafntefli við NAC Breda. PSV er með 68 stig á toppnum, AZ hefur 63 og Ajax 62 og á leik til góða á morgun. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hollensku deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×