Dómarinn er fífl 17. janúar 2007 21:30 "Hönd Guðs" er líklega umdeildasta atvik knattspyrnusögunnar NordicPhotos/GettyImages Dómarinn sem dæmdi gilt markið sem Maradona skoraði með höndinni gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986, er fífl. Þetta segir annar línuvörðurinn í leiknum. Aðeins örfáum mínútum eftir markið umdeilda skoraði Maradona annað mark sem margir telja vera fallegasta mark sem sést hefur á knattspyrnuvellinum. Argentínumenn unnu leikinn 2-1, slógu Englendinga út úr keppninni, komust í undanúrslit og urðu heimsmeistarar. Eftir leikinn sagði Maradona eins og frægt er orðið að hann hefði skorað örlítið með höfðinu og örlítið með hönd guðs. Búlgarski línuvörðurinn sem stóð vaktina í umræddum leik, Bogdan Dotchev, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í blaðaviðtali í gær. Hann segist hafa séð það strax að Maradona notaði höndina til að skora markið. Hann sagði hins vegar að það hefði ekki verið á sínu valdi að ógilda markið. Reglurnar hefðu verið öðruvísi þá. Ali Bin Nasser frá Túnis dæmdi leikinn og flautaði strax til merkis um að markið væri gilt. "Evrópskur dómari hefði aldrei dæmt þetta mark gilt. Evrópskir dómarar dæma a.m.k. einn til tvo stórleiki á mánuði og eru vanir slíkri pressu. Dómarinn er fífl sem á helst heima í eyðimörkinni sem kamelhirðir." sagði línuvörðurinn fyrrverandi í viðtali við breska dagblaðið The Sun. Yfirmaður dómaramála á Englandi, Keith Hackett gat hins vegar ekki tekið undir þessi orð Dotchevs. Hann segir að ekkert hefði átt að geta komið í veg fyrir að línuvörðurinn flaggaði til merkis um að dæma markið ógilt. Þetta atvik hefði bara verið eitt af þeim sem lýstu vanhæfni dómaratríósins. Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Dómarinn sem dæmdi gilt markið sem Maradona skoraði með höndinni gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986, er fífl. Þetta segir annar línuvörðurinn í leiknum. Aðeins örfáum mínútum eftir markið umdeilda skoraði Maradona annað mark sem margir telja vera fallegasta mark sem sést hefur á knattspyrnuvellinum. Argentínumenn unnu leikinn 2-1, slógu Englendinga út úr keppninni, komust í undanúrslit og urðu heimsmeistarar. Eftir leikinn sagði Maradona eins og frægt er orðið að hann hefði skorað örlítið með höfðinu og örlítið með hönd guðs. Búlgarski línuvörðurinn sem stóð vaktina í umræddum leik, Bogdan Dotchev, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í blaðaviðtali í gær. Hann segist hafa séð það strax að Maradona notaði höndina til að skora markið. Hann sagði hins vegar að það hefði ekki verið á sínu valdi að ógilda markið. Reglurnar hefðu verið öðruvísi þá. Ali Bin Nasser frá Túnis dæmdi leikinn og flautaði strax til merkis um að markið væri gilt. "Evrópskur dómari hefði aldrei dæmt þetta mark gilt. Evrópskir dómarar dæma a.m.k. einn til tvo stórleiki á mánuði og eru vanir slíkri pressu. Dómarinn er fífl sem á helst heima í eyðimörkinni sem kamelhirðir." sagði línuvörðurinn fyrrverandi í viðtali við breska dagblaðið The Sun. Yfirmaður dómaramála á Englandi, Keith Hackett gat hins vegar ekki tekið undir þessi orð Dotchevs. Hann segir að ekkert hefði átt að geta komið í veg fyrir að línuvörðurinn flaggaði til merkis um að dæma markið ógilt. Þetta atvik hefði bara verið eitt af þeim sem lýstu vanhæfni dómaratríósins.
Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira