Borgaryfirvöld í Jakarta í Indónesíu ætla að banna allt fuglahald í bakgörðum í höfuðborginni, til þess að hamla útbreiðslu fuglaflensuveirunnar. Fjórir Indónesar hafa þegar látist úr fuglaflensu á árinu, að sögn fréttavefs BBC. Bannið tekur gildi eftir tvær vikur.
Bannið tekur til allra eldisfugla í borginni: hænsnfugla, anda og dúfna.
Fuglarækt í smákofum í bakgörðum er hefðbundin leið til þess að drýgja matartekjur indónesískra fjölskyldna og því gæti reynst örðugt að framfylgja banninu.