Erlent

Yfir 50 látnir í vetrarhörkum í Bandaríkjunum

Frá Oklahoma í Bandaríkjunjum.
Frá Oklahoma í Bandaríkjunjum. MYND/AP

Ríflega 50 manns eru látnir og hundruð þúsunda eru án rafmagns í níu ríkjum Bandaríkjanna eftir miklar vetrarhörkur undanfarna daga. Flestir hafa látist í Oklahoma, eða 20, en níu í Missouri og átta í Iowa.

Frosthörkur, sjókoma, flóð og hvassviðri hafa einnig valdið því að rafmagnslínur hafi slitnað allt frá Texas til Maine og hafa sumir íbúar ríkjanna verið án rafmagns í fleiri daga. Þar sem hús eru á hituð með rafmagni á sumum stöðum hefur fólk þurft að yfirgefa þau og leita í neyðarskýli sem komið hefur verið upp víða. Þá hafa fjölmargar verslanir og skólar verið lokaðir vegna þessa.

Frostið hefur enn fremur skemmt um þrjá fjórðu af sítrusuppskerunni í Kaliforníuríki og hefur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, óskað eftir aðstoð frá ríkistjórninni vegna þessa. Þá hafa einnig orðið skemmdir á avókadó- og jarðarberjauppskeru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×