Ítalski knattspyrnumaðurinn Francesco Flachi fékk í dag 16 mánaða keppnisbann eftir að eiturlyfjapróf sýndu að hann hafði neytt kókaíns. Félag Flachis, Fiorentina, skýrði frá þessu í dag. Flachi, sem er 32 tveggja ára, mældist með kókaín í blóði sínu eftir leik við Inter Milan þann 28. janúar á þessu ári.
Hann hefur áður lent í útistöðum við knattspyrnuyfirvöld og ferill hans gæti verið nálægt því að vera búinn. Hann fékk tveggja mánaða bann í september árið 2006 eftir í ljós kom að hann var að reyna að koma upplýsingum um möguleg úrslit leikja til veðmangara.