Innlent

Sjálfstæðismenn á Suðurlandi kærðir

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum Mynd/Vísir

Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur kært til yfirkjörstjórnar störf fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi, í Þorlákshöfn og Vestmanneyjum. Athugasemd er gerð við það að Sjálfstæðismenn miðli upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum.

Samkvæmt úrskurðum persónuverndar er það í höndum yfirkjörstjórna að ákveða hvort miðla megi upplýsingum sem þessum út úr kjördeild. Málið er nú í athugun hjá kjörstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×