Mikinn fjölda þarf til að útstrikun hafi áhrif 12. maí 2007 08:45 Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál. Kosningar 2007 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál.
Kosningar 2007 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira