Stækkun álversins hafnað 1. apríl 2007 09:00 Íbúar í Hafnarfirði höfnuðu í kosningum í gær tillögu um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Gríðarlega mjótt var á mununum milli fylkinganna tveggja. Af þeim 16.647 Hafnfirðingum sem voru á kjörskrá greiddu 12.747 atkvæði, eða 76,6 prósent. Munurinn á fylkingunum tveimur var því aðeins 88 atkvæði. Nei sögðu 6.382, eða 50,3 prósent af gildum atkvæðum, og já sögðu 6.294, eða 49,3 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 71. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, var ánægður með niðurstöðu kosninganna. „Það verður óbreytt ástand í Hafnarfirði eins og áður en þessi tillaga kom til. Ég held líka að Hafnfirðingar verði fljótir að ná sér eftir þetta. Þetta var ákvörðun sem við þurftum að taka og nú liggur niðurstaðan fyrir. Við byrjum svo að lifa með þessu á morgun,“ sagði Pétur. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var ánægður með framkvæmd kosninganna og hina miklu þátttöku íbúa bæjarins. „Það liggur fyrir niðurstaða íbúa bæjarins sem fjölmenntu í þessa kosningu og tóku virkan þátt í að taka ákvörðun í þessu máli. Þetta var mjög glæsileg þátttaka og markar tímamót í kosningum í formi íbúalýðræðis. Munurinn er auðvitað lítill, en það er engu að síður niðurstaða sem við verðum að virða,“ sagði Lúðvík. Bæjarstjórinn sagði lengi hafa legið ljóst fyrir að skoðanir væru skiptar. Hann teldi hina harðvítugu baráttu andstæðra fylkinga í þessu máli þó ekki eiga eftir að draga dilk á eftir sér. „Hafnfirðingar eru skynsamt og ábyrgt fólk og við höfum gengið í gegnum ýmsa hluti í gegnum tíðina. Þessi kosning er búin að vera ströng og hörð, en við munum ná saman í þessum málum skjótt og fljótt. Það er bjart fram undan í Hafnarfirði og okkar tækifæri og möguleikar eru öll til staðar.Það er enginn heimsendir eða endalok í þessu máli. Síður en svo,“ sagði Lúðvík. Stuðningsmenn stækkunar álversins í Straumsvík voru vonsviknir þegar lokatölur lágu fyrir í seint í gærkvöldi. Vonbrigðin leyndu sér ekki í andliti fólksins sem hafði safnast saman í Hafnarborg í Hafnarfirði. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, ávarpaði hópinn og þakkaði fyrir þá vinnu sem starfsmenn höfðu lagt á sig í kosningabaráttunni. Hún sagði alla hafa lagt hart að sér og rekið málefnalega baráttu. Það hefði verið á brattan að sækja og mikið áunnist á stuttum tíma. Hvorki náðist í Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, né Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa fyrtækisins, eftir að úrslitin voru ljós og áður en blaðið fór í prentun. Í viðtali á Stöð 2 í gær sagði Rannveig þegar andstæðingar stækkunarinnar höfðu náð forskoti eftir að fyrstu tölur birtust að álverinu yrði líklega lokað ef ekki yrði af stækkun. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Íbúar í Hafnarfirði höfnuðu í kosningum í gær tillögu um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Gríðarlega mjótt var á mununum milli fylkinganna tveggja. Af þeim 16.647 Hafnfirðingum sem voru á kjörskrá greiddu 12.747 atkvæði, eða 76,6 prósent. Munurinn á fylkingunum tveimur var því aðeins 88 atkvæði. Nei sögðu 6.382, eða 50,3 prósent af gildum atkvæðum, og já sögðu 6.294, eða 49,3 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 71. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, var ánægður með niðurstöðu kosninganna. „Það verður óbreytt ástand í Hafnarfirði eins og áður en þessi tillaga kom til. Ég held líka að Hafnfirðingar verði fljótir að ná sér eftir þetta. Þetta var ákvörðun sem við þurftum að taka og nú liggur niðurstaðan fyrir. Við byrjum svo að lifa með þessu á morgun,“ sagði Pétur. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var ánægður með framkvæmd kosninganna og hina miklu þátttöku íbúa bæjarins. „Það liggur fyrir niðurstaða íbúa bæjarins sem fjölmenntu í þessa kosningu og tóku virkan þátt í að taka ákvörðun í þessu máli. Þetta var mjög glæsileg þátttaka og markar tímamót í kosningum í formi íbúalýðræðis. Munurinn er auðvitað lítill, en það er engu að síður niðurstaða sem við verðum að virða,“ sagði Lúðvík. Bæjarstjórinn sagði lengi hafa legið ljóst fyrir að skoðanir væru skiptar. Hann teldi hina harðvítugu baráttu andstæðra fylkinga í þessu máli þó ekki eiga eftir að draga dilk á eftir sér. „Hafnfirðingar eru skynsamt og ábyrgt fólk og við höfum gengið í gegnum ýmsa hluti í gegnum tíðina. Þessi kosning er búin að vera ströng og hörð, en við munum ná saman í þessum málum skjótt og fljótt. Það er bjart fram undan í Hafnarfirði og okkar tækifæri og möguleikar eru öll til staðar.Það er enginn heimsendir eða endalok í þessu máli. Síður en svo,“ sagði Lúðvík. Stuðningsmenn stækkunar álversins í Straumsvík voru vonsviknir þegar lokatölur lágu fyrir í seint í gærkvöldi. Vonbrigðin leyndu sér ekki í andliti fólksins sem hafði safnast saman í Hafnarborg í Hafnarfirði. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, ávarpaði hópinn og þakkaði fyrir þá vinnu sem starfsmenn höfðu lagt á sig í kosningabaráttunni. Hún sagði alla hafa lagt hart að sér og rekið málefnalega baráttu. Það hefði verið á brattan að sækja og mikið áunnist á stuttum tíma. Hvorki náðist í Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, né Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa fyrtækisins, eftir að úrslitin voru ljós og áður en blaðið fór í prentun. Í viðtali á Stöð 2 í gær sagði Rannveig þegar andstæðingar stækkunarinnar höfðu náð forskoti eftir að fyrstu tölur birtust að álverinu yrði líklega lokað ef ekki yrði af stækkun.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira