Fjöldi fyrrum skjólstæðinga á götunni 7. mars 2007 06:45 Vistmenn á vergangi. Skjólstæðingar Byrgisins sem komnir eru á götuna eftir að því var lokað hafa leitað skjóls hjá Geðhjálp, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Sama máli gegnir um menn sem dvöldu á drengjaheimilinu í Breiðuvík. MYND/Róbert Fjöldamargir þeirra sem dvöldu á Breiðavík og í Byrginu hafa leitað til Geðhjálpar af því að þeir eru á götunni, að sögn Sveins Magnússonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Stjórn Geðhjálpar hefur ritað ríkisstjórninni bréf, þar sem segir það hafa komið í ljós að þjónusta geðteymis á geðsviði Landspítala hafi aðeins nýst hluta þess fólks sem orðið hafi illa úti eftir dvöl sína í Byrginu og á drengjaheimilinu á Breiðavík. Til Geðhjálpar hafi þannig leitað einstaklingar sem segjast hafa mátt sæta harðræði, ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á meðan stofnanavistun þeirra á ábyrgð hins opinbera stóð. Geðhjálp geri alvarlegar athugasemdir við framkvæmd þeirrar þjónustu sem boðið sé upp á og telur að samhæfa hefði þurft mun betur aðgerðir af hálfu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis frá byrjun. Einnig lýsir Geðhjálp því sjónarmiði sínu að rétt sé við þessar aðstæður, að hið opinbera hafi frumkvæði að því að hafa milliliðalaust samband við fórnarlömb hins meinta ofbeldis í stað þess að beina fólki á geðsvið LSH. Geðhjálp minnir á að íslenska ríkið skuldi því fólki sem þarna á í hlut, hvar sem það er á landinu, allan þann faglega stuðning sem best getur nýst og völ er á í landinu. „Hingað hafa leitað einstaklingar sem komnir eru á götuna, fyrst og fremst vegna lokunar Byrgisins. Sumir eru í neyslu og hvergi staðsettir í hús,“ segir Sveinn. „Síðan eru skjólstæðingar sem vistaðir voru í Breiðavík. Stór hluti þeirra er þetta ógæfusama óreglufólk sem mælir hér göturnar.“ Sveinn bendir á að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála bjóði þetta fólk velkomið inn á geðdeild Landspítala. Sumum sem hafi haft dug í sér til að fara þangað hafi verið úthýst. „Hinu opinbera, sem er með gagnagrunn um hverjir þessir einstaklingar eru, ber að hafa frumkvæði að því að kalla þá til, þar sem þeir fái heildstætt mat og viðeigandi aðstoð í samræmi við það. Það þarf að taka mun heildstæðar á þessu máli heldur en nú er gert.“ „Öllum fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkur sem leitað hafa til geðsviðs LSH hefur staðið til boða sálfræðiaðstoð,“ segir í yfirlýsingu frá LSH og jafnframt að bráðaþarfir allra fyrrverandi vistmanna Byrgisins sem leita til geðsviðs séu metnar og við þeim brugðist eins vel og hægt sé. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjöldamargir þeirra sem dvöldu á Breiðavík og í Byrginu hafa leitað til Geðhjálpar af því að þeir eru á götunni, að sögn Sveins Magnússonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Stjórn Geðhjálpar hefur ritað ríkisstjórninni bréf, þar sem segir það hafa komið í ljós að þjónusta geðteymis á geðsviði Landspítala hafi aðeins nýst hluta þess fólks sem orðið hafi illa úti eftir dvöl sína í Byrginu og á drengjaheimilinu á Breiðavík. Til Geðhjálpar hafi þannig leitað einstaklingar sem segjast hafa mátt sæta harðræði, ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á meðan stofnanavistun þeirra á ábyrgð hins opinbera stóð. Geðhjálp geri alvarlegar athugasemdir við framkvæmd þeirrar þjónustu sem boðið sé upp á og telur að samhæfa hefði þurft mun betur aðgerðir af hálfu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis frá byrjun. Einnig lýsir Geðhjálp því sjónarmiði sínu að rétt sé við þessar aðstæður, að hið opinbera hafi frumkvæði að því að hafa milliliðalaust samband við fórnarlömb hins meinta ofbeldis í stað þess að beina fólki á geðsvið LSH. Geðhjálp minnir á að íslenska ríkið skuldi því fólki sem þarna á í hlut, hvar sem það er á landinu, allan þann faglega stuðning sem best getur nýst og völ er á í landinu. „Hingað hafa leitað einstaklingar sem komnir eru á götuna, fyrst og fremst vegna lokunar Byrgisins. Sumir eru í neyslu og hvergi staðsettir í hús,“ segir Sveinn. „Síðan eru skjólstæðingar sem vistaðir voru í Breiðavík. Stór hluti þeirra er þetta ógæfusama óreglufólk sem mælir hér göturnar.“ Sveinn bendir á að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála bjóði þetta fólk velkomið inn á geðdeild Landspítala. Sumum sem hafi haft dug í sér til að fara þangað hafi verið úthýst. „Hinu opinbera, sem er með gagnagrunn um hverjir þessir einstaklingar eru, ber að hafa frumkvæði að því að kalla þá til, þar sem þeir fái heildstætt mat og viðeigandi aðstoð í samræmi við það. Það þarf að taka mun heildstæðar á þessu máli heldur en nú er gert.“ „Öllum fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkur sem leitað hafa til geðsviðs LSH hefur staðið til boða sálfræðiaðstoð,“ segir í yfirlýsingu frá LSH og jafnframt að bráðaþarfir allra fyrrverandi vistmanna Byrgisins sem leita til geðsviðs séu metnar og við þeim brugðist eins vel og hægt sé.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira