Ég skar Crabb á háls Óli Tynes skrifar 16. nóvember 2007 15:07 Lionel Crabb kemur úr köfunarleiðangri. Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip. Erlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip.
Erlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira