Fótbolti

Heiðar Geir til reynslu í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Geir Júlíusson.
Heiðar Geir Júlíusson.

Heiðar Geir Júlíusson æfir þessa dagana með hollenska liðinu SC Cambuur Leeuwarden sem leikur í næstefstu deild þar í landi.

Heiðar Geir lék á síðasta tímabili með Hammarby í Svíþjóð þar sem hann var á láni frá Fram. Ákveðið var að semja ekki við hann og fór hann því frá Hammarby á haustmánuðum.

Hann er tvítugur og á að baki 41 leik í deild og bikar með Fram og skoraði í þeim fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×