Enski boltinn

City í fjórðu umferð

NordicPhotos/GettyImages

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með 2-1 sigri á Sheffield Wednesday í aukaleik liðanna í þriðju umferð. Darius Vassell skoraði sigurmark City sem þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum. Middlesbrough þurfti einnig að hafa mikið fyrir hlutunum þegar liðið tók á móti Hull City.

Mark Viduka skoraði tvö mörk og Yakubu eitt þegar Middlesbrough tryggði sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Hull City í skemmtilegum leik 4-3.

Úrslit kvöldsins:

Barnsley 0 - 2 Southend U.

Coventry C. 0 - 2 Bristol C.

Ipswich T. 1 - 0 Chester C.

Manchester C. 2 - 1 Sheffield W.

Oldham Athletic 0 - 2 Wolverhampton W.

Plymouth Argyle 2 - 1 Peterborough U.

Middlesbrough 4 - 3 Hull C.

Leik Luton og QPR var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×