Guðmundur í Byrginu gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm 16. janúar 2007 19:18 Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira