Erlent

Kastró veikari en nokkru sinni fyrr

MYND/AP

Leiðtogi Kúbu, Fídel Kastró, er nú veikari en nokkru sinni fyrr eftir þrjár misheppnaðar skurðaðgerðir en Kastró þjáist af alvarlegum innvortis sýkingum. Spænskt dagblað sagði frá þessu í gær og hafði heimildir sínar frá lækninum sem fór til Kúbu seint á síðasta ári að annast Kastró.

Engin opinber yfirlýsing hefur þó verið gefin út á Kúbu vegna ástands Kastró. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan í júlí á síðasta ári og fól hann þá bróður sínum, Raúl, stjórn á landinu. Kastró sagði þó í nýársskilaboðum sínum til kúbversku þjóðarinnar að hann væri að ná sér en að ferlið væri hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×