Erlent

Rafmagnslaust í sólarhring

Meira en sólarhring eftir að versta óveðrið gekk yfir Svíþjóð á sunnudaginn voru stórir hlutar landsins enn rafmagnslausir með öllu.

Hvassviðrið hélt áfram, þótt verulega hafi dregið úr því, en á næstu dögum má búast við öðru fárviðri að sögn veðurfræðinga. Djúp lægð er væntanleg á fimmtudaginn.

Í gær lágu lestarsamgöngur enn niðri víða í sunnanverðri Svíþjóð og meira en sextíu þúsund manns voru án símasambands. Íslendingurinn Theodór Ingi Ólafsson segir hafa verið skelfilegt að vera á ferði í óveðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×