Fleiri en 70 manns eru taldir af eftir tvær öflugar sprengjur í Bagdad. 90 til viðbótar eru særðir eftir sprengjurnar, sem sprungu samtímis í hverfi sem er aðallega byggt sjíamúslimum. Önnur sprengjan var í bíl en hin var skilin eftir í poka á milli markaðsbása sem selja DVD-diska og notuð föt, svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrr um morguninn myrtu byssumenn kennara sem var á leið til vinnu sinnar í stúlknaskóla í Khadra, sem er súnníhverfi í Vestur-Bagdad.
30 bandarískir hermenn létust í árásum í Írak um helgina. Flestir fórust þegar Black Hawk-þyrla var skotin niður með 12 menn innanborðs.
