Erlent

Mótmælendur skotnir til bana í Mogadishu

Friður er ekki kominn á í Mogadishu þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hrósað sigri.
Friður er ekki kominn á í Mogadishu þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hrósað sigri. MYND/AP
Í það minnsta þrír létust í morgun þegar lögregla og eþíópískir hermenn skutu á mótmælendur í Mogadishu í Sómalíu. Íslamistar sem héldu borginni í hálft ár eiga enn marga stuðningsmenn í borginni sem hafa mótmælt veru eþíópískra hermanna í landinu.



Mótmælendurnir köstuðu steinum og sumir skutu riffilskotum á öryggissveitirnar. Fjórir létust í þessu sama hverfi á laugardaginn, einnig í átökum mótmælenda og eþíópískra hermanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×