Erlent

Óttast umhverfisslys í Devon

Gámar af skipinu eru þegar farnir að berast upp á ströndina.
Gámar af skipinu eru þegar farnir að berast upp á ströndina. MYND/AP
Björgunarfólk í Devon í Englandi hefur unnið að því alla nóttina að hreinsa upp varning og brak frá flutningaskipinu Napolí sem var siglt upp í fjöru í gær eftir að hafa laskast alvarlega í óveðri í síðustu viku. Breska strandgæslan sagði í gær að 200 gámar hefðu losnað af skipinu og í þeim væru meðal annars rafgeymasýra og ilmvötn.

Óttast er að 3500 tonn af svartolíu geti lekið í sjóinn þar sem enn er töluvert öldurót í kringum skipið en talið er að veðrið fari að skána. Búist er við að olíudæling geti jafnvel hafist strax í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×