Gríðarleg dramatík á Spáni 9. júní 2007 20:55 Barcelona fór illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld AFP Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca. Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca.
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira