Fótbolti

EM: Úrslit úr B-riðli

Fabio Quagliarella skoraði tvö mörk fyrir Íatlíu
Fabio Quagliarella skoraði tvö mörk fyrir Íatlíu AFP ImageForum

Þrír leikir fóru fram í kvöld í B-riðli í undankeppni fyrir EM. Færeyingar tóku á móti Skotum en biðu lægri hlut 0-2. Frakkar unnu nauman sigur á Georgíu á heimavelli, 1-0 og að lokum sigruðu Ítalir 0-2 í Litháen.

Úrslit og markaskorarar:

Færeyjar 0-2 Skotland

Maloney, O´Connor

Frakkland 1-0 Georgía

Samir Nasri

Litháen 0-2 Ítalía

Fabio Quagliarella 2

Frakkar eru á toppi riðilsins með 18 stig, Ítalía í öðru sæti með 16 stig og Skotar í þriðja sæti með 15 stig. Færeyjar sitja á botni riðilsins með ekkert stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×