Fótbolti

EM: Úrslit úr F-riðli

David Villa skoraði tvö fyrir Spánverja
David Villa skoraði tvö fyrir Spánverja AFP ImageForum

Þrír leikir fóru fram í F-riðli í undankeppni EM í kvöld. Ber þar helst að nefna stórtap Íslands gegn Svíum, 5-0. Danir unnu góðan 0-2 útisigur á Litháen og Spánn sigraði Liechtenstein einnig 0-2 á útivelli.

Svíþjóð-Ísland

Allback 2, Svensson, Mellberg, Rosenberg

Litháen-Danmörk

Dennis Rommedahl 2

Liechtenstein-Spánn

David Villa 2, misnotaði svo vítaspyrnu á 90. mínútu.

Svíar og Spánverjar eru á toppi riðilsins með 15 stig, en ekki liggja fyrir úrslit úr leik Danmörkur og Svíþjóðar sem var flautaður af s.l. laugardag. Ísland er í 5 sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×