Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla 6. júní 2007 12:12 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira